Translate
campaigning to improve artists' remuneration and rights through a collective voice

Borgarráð Reykjavíkur samþykkir viðbótarframlag til Listasafns Reykjavíkur

2016 hóf SÍM, Samband íslenskra myndlistarmanna, herferðina Við borgum myndlistarmönnum. Kjarninn í herferðinni var að fá framlagssamning um greiðslur til listamanna fyrir sýningar sem íslenskar menningarstofnanir setja upp.

Á sínum tíma var fulltrúa SÍM boðið að vera í vinnuhópi EARights um greiðslur til myndlistarmanna en lykilviðmiðunarpunktur okkar var sænski MU-samningurinn. Fjallað var ítarlega um þann samning á upphaflega námskeiðinu sem við héldum, en hann varð síðan grundvöllur sambærilegra samninga í Noregi og Danmörku og hefur verið vísað til hans í upphaflegum rannsóknum á sýningasamningum hjá Paying Artists Campaign í Englandi. Seinni fundur hópsins fjallaði enn frekar um samninginn, en einnig um hvað hefði gerst síðan síðast hjá samtökum þeirra landa sem við buðum að taka þátt. Enn fremur buðum við gestum frá fleiri löndum til að fregna hvað væri að gerast í þessum málum hjá þeim og fræða þá um okkar starf. Upplýsingar um þessa vinnu er að finna á heimasíðunni, t.d. hér.

Í lok 2017 samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur tillögu um 8,5 milljóna viðbótarframlag til Listasafns Reykjavíkur til að borga myndlistarmönnum fyrir undirbúning og vinnuframlag vegna sýninga á árinu 2018. Verklagsreglurnar hafa verið þróaðar í samvinnu við BÍL, Bandalag íslenskra listamanna, eins og fram kemur í aðgerðaáætlun menningar- og ferðamálaráðs vegna menningarstefnu Reykjavíkurborgar. Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) hefur lýst yfir ánægju sinni og stuðningi við nýjar verklagsreglur.

Í tilkynningu frá Listasafninu segir meðal annars: „Með þessari samþykkt er Listasafni Reykjavíkur gert kleift að auka stórlega við þær greiðslur sem listamenn fá fyrir að sýna á safninu og komið til móts við sjálfsagðar kröfur þeirra um auknar greiðslur og viðurkenningu á vinnuframlagi þeirra.“

Vert er að geta þess hér að vinnuframlag listamanna á Íslandi hefur mikil og jákvæð hagræn áhrif, eins og skýrt kom fram í þessari rannsókn.

Hér eru slóðir á tvær ágætar greinar og töflu um áætlaðan kostnað safna:

Viðvarandi mannréttindabrot gegn myndlistarmönnum eftir Katrínu Oddsdóttur lögfræðing

Svona verður framtíðin; hvernig komumst við þangað? eftir Jónu Hlíf Halldórsdóttur, fyrrverandi formann SÍM

Tafla sem sýnir áætlaðan rekstrarkostnað safna

Published in July 2018

all images & article texts ©2014-2018 european artists' rights